ForsíðaStarfsferillMeðferð & RáðgjöfGreinarHafa sambandTenglar
Bookmark


Ástæður erfiðleika í nánum samböndum

Það kemur að því í flestum tilfinningasamböndum að erfiðleikar gera vart við sig í formi ósættis, rifrildis, ótta eða sorgar. Sum pör sem eru nýlega gift, geta ekki skilið af hverju þau hafa á frekar skömmum tíma hætt að upplifa ástina. Önnur pör hafa verið gift í mörg ár og hafa vanist því að upplifa ekki mikla ást í sambandinu. Það er eins og þau séu búin að sætta sig við að ástin sé eitthvað sem er bara upplifað í byrjun sambandsins. Jafnvel þó það sé frekar friðsamt á milli hjónana þá heyrist oft sagt: “Við eigum ekkert sameiginlegt lengur” eða “Við höfum bara vaxið í sundur í gegnum tíðina”. Samt er hangið í hjónabandinu (eða sambandinu) þar sem oft báðir aðilar eru reglulega pirraðir hvor út í  annan, en þeim finnst það of mikið mál að skilja, þar sem “það hefur svo slæm áhrif á börnin.”

Tilfinningasambönd sem ekki ganga upp, skapa oft mikinn sársauka. Samt er ekki öll von úti. Í raun er sú vanlíðan og sársauki sem ófullnægð tilfinningasambönd skapa, ekki tilkomin af því að einstaklingarnir passa ekki lengur saman heldur vegna misskilnings um hvað tilfinningasamband snýst um. Þannig að þó það hljómi undarlega þá geta þeir erfiðleikar sem þú átt við að etja í sambandinu verið nauðsynlegt stig á leiðinni að hamingjunni. 

Af hverju verðum við ástfangin?

Hvað er það sem gerist í raun og veru þegar við verðum ástfangin eða þegar við hættum að verða ástfanginn? Hvað er raunverulega að gerast þegar par rífst? Til að átta sig betur á þessu þá þurfum við að gera okkur grein fyrir hinu flókna þroskaferli manneskjunar og að manneskjan er hluti lífkeðjunnar.

Við mannfólkið erum hluti af náttúrunni og þroskaferli okkar í gegnum árþúsundin er skráð í gen okkar. Í byrjun lífs okkar þá dveljum við í ástandi sem hægt er að lýsa sem mjög friðsælu og fullnægjandi í alla staði. Ef foreldrar barnsins eru vel meðvituð um þarfir þess og tengslamyndun er sterk og góð, þar sem ást og öryggi er veitt án skilyrða, þá verðum við sátt og heil í sjálfum okkur. En jafnvel þó við höfum bestu skilyrði sem við getum hugsað okkur þá geta foreldrar okkar aldrei verið til staðar fyrir okkur hverja einustu mínútu okkar þegar við erum ung og alltaf áttað sig á því sem við sem börn þurfum á að halda. Jafnvel bestu foreldrar verða stundum þunglyndir, reiðir, uppteknir, hræddir og fjarlægir sem gerir það að verkum að við sem börn upplifum ótta og öryggisleysi.

Sérhver þörf sem við höfum sem ungarbörn, sem er ekki sinnt, skapar hjá okkur ótta og öryggisleysi. Sem ungabörn þá getum við ekki jafnað okkur á upplifun okkar nema að foreldrar okkar lagi það sem veldur okkur vanlíðan. Við mætum álaginu með því að gráta endalaust þangað til okkur er sinnt eða við förum inn í okkur og lokum á þarfir okkar.
 
Samhliða þessu þá erum við líka undir álagi frá þjóðfélaginu og öðrum, um það hvernig við eigum að vera og hvernig við eigum að koma fram til að við pössum inn í þjóðfélagið.  Hægt og rólega í gegnum barnæsku okkar þá lærum við hvað við þurfum að gera til að vera elskuð og samþykkt. Við lokum á þá parta í okkur sem við finnum fyrir að eru ekki samþykktir. Hægt og rólega endum við uppi sem skuggi af okkar sanna sjálfi. Flest okkar höfðu uppalendur sem stóðu sig “nógu vel” til þess að allt færi vel. Aðrir voru ekki svo heppnir og innra með þeim eru jafnvel gömul sár sem þeir finna fyrir, en vita ekki lengur hvernig urðu til. Öll erum við með einhver sár eftir barnæsku okkar, þau eru einnungis mismikil. Við tökumst á við lífið og tilfinningasambönd okkar eins vel og við getum, samhliða því sem við bælum þá parta í okkur sem við óttumst að yrðu ekki samþykktir af öðrum. Þessir partar verða uppistaðan að okkar ómeðvitaða sálarlífi.  

Við lítum út fyrir að vera fullorðin. Við höfum vinnu og við tökum ábyrgð en samt erum við ófullnægð og ómeðvitað þá þráum við þann frið og sátt sem einkenndi okkur í frumbernsku okkar.

Þegar við verðum ástfangin þá trúum við því að við höfum fundið þetta ástand aftur þar sem við upplifum okkur heil, örugg og hamingjusöm. Allt í einu er allt lífið orðið í lit aftur. Við hvíslum ástarorðum að hvort öðru og öryygisleysi okkar hverfur. Við upplifum okkur fyndin, kynþokkafull, ástríðfull og gefandi. Loksins upplifum við okkur aftur heil og örugg og við fáum það á tilfinninguna að allt muni nú fara vel.

En hvað er það þá sem fer úrskeiðis? Oft gerist það að þegar við förum að búa saman að allt fer á verri veg. Stundum gerist það að allt fer hreinlega í loft upp. Það er eins og við höfum verið blind á viðkomandi og við förum að sjá hann í algjörlega nýju ljósi sem einstakling með fullt af göllum. Það kemur í ljós að sá sem við urðum ástfangin af, er með galla sem við gjörsamlega þolum ekki. Jafnvel ákveðnir eiginlegar í fari viðkomandi sem okkur fannst aðlaðandi í byrjun er eitthvað sem pirrar okkur núna. Gömul sár sem eru innra með okkur taka sig upp og við stöndum frammi fyrir því að maki okkar mun ekki elska okkur og uppfylla þrár okkar eins og vonir stóðu til í byrjun. Draumur okkar er í molum.

Vonbrigði okkar breytast í reiði yfir því að hafa ekki lengur þá ást og það öryggi sem við upplifðum í byrjun sambandsins. Þar sem maki okkar er ekki lengur að gefa okkur það sem við fengum í byrjun sambandsins þá breytum við um aðferð. Við prófum að ásaka með reiði og ef það virkar ekki þá hótum við, grátum, öskrum, höfnum eða reynum að koma inn sektarkend hjá viðkomandi. Í raun þá reynum við allt til að fá aftur þá ást sem var í boði í byrjun sambandsins. Stundum finnum við leið þar sem við komum á skiptimarkaði á því sem við gerum fyrir hvort annað. Valdabaráttan hefur haldið innreið sína og oft varir hún í mörg ár þangað til það er ákveðið að skilja eða það verður þegjandi samkomulag um vopnahlé án þess þó að málin séu leyst.

Hvað er að gerast hérna? Jú, það virðist sem þú hefur fundið Imago maka. Einstaklingur sem er einstaklega óhæfur (alla vegana eins og er) til að uppfylla drauma þína, sem þú samt laðast að. Hitt  er svo kannski annað mál að það er einmitt þetta sem á að gerast. Ég skal útskýra betur. Við höldum flest að við höfum frjálst val þegar kemur að því að velja sér maka. Samt hefur undirmeðvitund okkar sín eigin áform.

Frumstæði hluti heila okkar hefur knýjandi og skilyrðislausa þörf til að endurvekja tilfinninguna um að vera heil og lifandi. Til að það takist þá verður að laga það sem úrskeiðis fór þegar við vorum lítil. Við gerum það með því að fara í tilfinningasamband við annan aðila sem getur uppfyllt þær þarfir okkar sem foreldrarnir náðu ekki að uppfylla.

Nú hugsar þú eflaust að þá sé nú bara réttast að velja sér maka sem hefur það sem foreldrar okkar skorti. Ef það væri nú bara svo einfalt. Frumstæði hluti heila okkar hefur eftir sem áður sína eigin skoðun sem lítur ekki alveg sömu lögmálum þar sem hann er með sinn eigin lista yfir æskilega eiginleika hugsanlegs maka. Hann hefur sína eigin mynd af hinum fullkomna maka sem samanstendur af flóknu samspili ólíkra þátta. Öll samskipti í bernsku okkar sem innihéldu gleði eða sársauka hafa sett mark sitt á okkur. Þessi reynsla sem við urðum fyrir skapar síðan ómeðvitaða mynd sem við förum eftir þegar við veljum okkur maka.

Þessi ómeðvitaða mynd “af manneskjunni sem getur gert okkur heil að nýju” kallast  Imago. Þrátt fyrir að við meðvitað sækjumst einungis eftir jákvæðu þáttunum þá eru neikvæðu þættirnir sterkara greiftir í Imago mynd okkar. Ástæðan er sú að þessir neikvæðu þættir innihéldu sársauka sem við nú reynum að heila. Ómeðvitaða þrá okkar er sú að upplifa aftur tilfinninguna um að vera heil og lifandi í tilfinningasambandi við maka sem minnir okkur á foreldra okkar. Með öðrum orðum þá leitum við eftir maka sem hefur sömu vandamál með að gefa athygli og umönnun eins og við upplifðum þegar við vorum lítil. Þannig að þegar við verðum ástfangin og bjöllurnar hringja og heimurinn verður allur betri þá er það frumstæði hluti heilans okkar sem segir okkur að loksins séum við búin að finna maka sem getur mætt þörfum okkar. Af því að við vitum ekki hvað er að gerast, verðum við fyrir áfalli þegar við komumst að því hver sannleikurinn er um ástmögur okkar og oft verða fyrstu viðbrögð okkar þau, að hlaupa grátandi í burtu án þess að líta við.

En það eru samt ekki einu slæmu fréttirnar. Annar mikilvægur þáttur af Imago myndinni okkar er sá að við sækjum eftir þeim þáttum sem vantar í okkur og týndust í uppeldi okkar og þegar við vorum aðlagast þjóðfélaginu. Ef við erum feimin til dæmis þá sækjum við í fólk sem er sjálfstætt og sterkt. Ef við erum óskipulögð þá löðumst við að fólki sem er með allt sitt á hreinu. Samt er það svo að þegar til kastanna kemur þá eru það einmitt þeir þættir sem við upphaflega löðuðumst að sem fara í pirrunar á okkur.

Af hverju er ósætti af hinu góða?

Að vera meðvituð um sjálf okkur er lykillin að þessu öllu. Þegar við virkilega skiljum að við höfum valið okkur maka til að heila ákveðin sár sem við berum og að heila þessi sár sé aðal málið, þá höfum við tekið fyrstu skrefin á leið okkar að sannri ást.  

Það sem við verðum að skilja er að ósætti á að eiga sér stað. Þetta er það sem lífið ætlaðist til. Allt í náttúrunni rekst á einhvern hátt á hvert annað. Árekstrar  og ósætti er merki um það að við erum að reyna að lifa af og fá þörfum okkar mætt til þess að við getum orðið heil. Það er aðeins án þessarar vitneskju sem ósætti verður skaðlegt.

Skilnaður leysir ekki vandamálin. Við getum losað okkur við maka okkar en við höldum vandamálinu og tökum það með okkur í næsta samband. Skilnaður er ekki það sem lífið krefur okkur um. Rómatískri ást er ætlað að taka enda. Það er límið sem bindur tvær ólíkar manneskjur saman þannig að þær geti heilað þau sár sem eru til staðar.

Góðu fréttirnar eru þær að að jafnvel þó mörg pör festist mjög illa í valdabaráttu og rifrildum þá er því ætlað að enda.  Burt séð frá því hverju við trúum þá eru sambönd ekki tilkominn út af ást heldur þörf. Raunveruleg ást er tilkomin þegar við virkilega skiljum um hvað sambandið snýst og hvað þarf til að það virki.

Það má vera að þú sért kominn með rétta makan án þess að átta þig á því,  en eins og þú, þá er makinn þinn með sín sár. Þú þarft meðvitað tilfinningasamband til að gera þig heilan. Markmiðið með Imago sambands meðferð er að umbreyta valdabaráttunni og rifrildunum til að þið getið látið ástina ykkar á milli styrkjast og dafna.

Hvernig geta árekstrar fært okkur nær hvort öðru ?

Mörg vandamál para eiga upphaf í misskilningi eða því að farið er í kringum hlutina eða það er hreinlega ekki talað. Til að laga þetta þá notum við samskiptaform sem er útskýrt í greininni “Að tala og tengjast” en það er kjarninn í að laga sambandið. Með því að nota þessa tjáningaraðferð þá getið þið virkilega lært hvernig þið getið talað við hvort annað þannig að það sem þið segið verið speglað til baka. Skilningur á því sem sagt var staðfestur og í lokin að þér sé sýnd hluttekning.

Þið getið notað þetta nýja samskiptaform til að segja hvort öðru frá því sem fór miður þegar þið voruð yngri, til að koma því á framfæri hvað þið eru óánægð með og hvaða þarfir þið hafið til hvors annars til að þið getið heilað sár ykkar. Skýr samskipti eru lykillinn að maka þínum, það að vera virkilega heyrður er mjög öflugt meðal. Smá saman munu þið færast frá því að einblína á reykinn og fara að tala um eldin, sem eru tilfinningar ykkar og upplifanir

Með tímanum munuð þið færast frá því að einblína á umhverfið, til þess að deila því sem er að gerast í tilfinningalífi ykkar. Í upphafi getur þetta nýja samskiptaform virkað sem “tilbúð” en ekki raunverulegt. Með æfingu munu þó samskiptin verða áreynslulaus og tengja ykkur saman. Með nýja samskiptarforminu þá finnið þið leið inn í sálarlíf hvors annars þar sem það sem hvetur þann sem hlustar er að virkilega að “heyra og skilja”  þann sem talar og sá er talar er hvattur áfram af þörfinni að vera “heyrður og skilinn”.

Samskiptarformið leiðir af sér það að við hægjum á okkur og við tökum frá tíma fyrir sambandið. Með því segjum við hvort öðru “ég virði þig og ég vil læra meira um þig”. Samhliða því vill ég deila mér með þér. Eitt af því sem við lærum með því að nota samskiptaformið er að það eru alltaf tveir raunveruleikar í gangi. Þessir veruleikar munu alltaf vera ólíkir á einn eða annan hátt sama hvað gengur á. Veruleiki maka þíns er eitthvað sem þú getur lært að skilja, meta, virða og jafnvel elska í staðin fyrir að reyna að gera hann eins og þinn. 

Að finna sanna ást.

Nýja samskiptaformið verður líka að leiða til framkvæmda. Við gefum það sem maka okkar vantar af fúsum og frjálsum vilja og í raun þá er það auðvelt. En nú komum við að því sem er kjarninn í þessu öllu. Í meðvituðu tilfinningasambandi þá göngumst við undir það að breytast til þess að að maki okkar geti fengið það sem hann vantar frá okkur. Þetta er algjörlega ný sýn. Almennt viðhorf er að við breytumst ekki og við þurfum bara að sætta okkur við hvort annað eins og við erum. En ef við breytumst ekki þá er enginn þroski og þá erum við dæmd til þess að vera föst í óhamingju okkar. Að breytast, er forsendan fyrir því að við getum orðið heil. Þegar við breytum okkur fyrir maka okkar, til þess að hann geti heilað sárin sín,  þá gerist það í leiðinni að við heilum líka sárin okkar.

Hegðun okkar er tilkominn vegna þeirra þarfa sem ekki var mætt þegar við vorum lítil. Í raun þá er stór hluti hegðunar okkar aðlögun að missi. Með því að gefa maka okkar það sem er oft erfiðast fyrir okkur að gefa, þá verðum við að hleypa þeim pörtum í okkur sem voru bældir fram í dagsljósið sem lifandi og viðurkenda hluta af okkur sjálfum. Þegar við breytum um hegðun til að mæta þörfum maka okkar þá þá verðið þið bæði heil.

Þetta ferli að sigrast á okkar niðurnjörfaða atferli, til að veita makanum það sem hann þarnast kallast “að teygja sig”, af því að það útheimtir að við sigrumst á ótta okkar og gerum það sem okkur er framandi. Mótstaðan okkar gefur okkur upplýsingar um varnir okkar. Oft getur okkur liðið þannig að við séum að tína sjálfum okkur en það sem er kannski raunverulega að gerast er að við erum að verða við sjálf. Það er í breytingarferlinu sem við finnum sjálf okkur. 

Eftir því sem tímar líða og maki okkar sýnir okkur ást sína, samhliða sem hann lærir um og samþykkir þá parta sem hafa verið faldir í okkur, þá minnkar sársaukinn og við verðum minna sjálfsmiðuð. Eftir því sem við endurvekjum kærleik og hluttekningu til maka okkar þá öðlumst við líka hæfileikan til að tengjast öðrum sem oft þroskaðist ekki þegar við vorum lítil. Að lokum lærum við að sjá maka okkar fyrir það hver hann er með sýnar eigin upplifanir, hugmyndir og drauma, en ekki sem framlenging á okkur eða því sem við óskum okkur að hann sé. Við segjum ekki lengur “Fannst þér virkilega gaman að þessari ömurlegu mynd ?” heldur “Segðu mér hvað það var sem þér fannst svona gaman við þessa mynd ? Mig langar til að vita hvernig þú upplifðir myndina ?”. Loksins getum við slakað á þar sem við komum fram við hvort annað á réttan hátt. 

Meðvitað ástarsamband er andlegt ferðalag sem leiðir til gleði og fullnægju, til tilfinningarinnar að vera heil sem við byrjuðum með þegar við komum í heiminn. Allan tímann meðan við stundum Imago aðferðina þá lærum við að tjá ást með gjörðum okkar í smáu og stóru. Með öðrum orðum með því “að teygja sig” þá gefum við maka okkar það sem hann þarfnast og við lærum að gefa ást. Þessi umbylting á sambandinu er virkilega gefandi þó hún sé hvorki fljótleg né auðveld, við erum í raun lögð af stað í ævilanga ferð.

Páll Einarsson þýddi