ForsíðaStarfsferillMeðferð & RáðgjöfGreinarHafa sambandTenglar
Bookmark


Hvað er sálmeðferðarfræðingur ?

Sálmeðferðarfræðingur er einstaklingur sem leggur stund á viðtalsmeðferð eða sálmeðferð og hefur lokið sálmeðferðarnámi. Íslenska orðið sálmeðferðarfræðingur er frekar nýtt af nálinni en það er bein þýðing á enska orðinu Psychotherapist. Munurinn á sálfræðingi og sálmeðferðarfræðingi getur verið lítill og eða þá mikill en það fer eftir því hvað námi sálfræðingurinn hefur lokið.

Lesa Meira...



Hvað er EMDR ?

Hvernig varð EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) til ?

Árið 1987 uppgvötaði Dr. Francine Shapiro fyrir tilviljun að ákveðnar augnhreyfingar höfðu heilandi áhrif á sársaukafullar minningar þegar þeim var beitt á ákveðinn hátt. Dr. Shapiro rannsakaði í kjölfarið áhrif þessara augnhreyfinga vísindalega og birtust niðurstöðurnar í Journal of Traumatic Stress, þar sem hún sagði frá árangri sínum með þessari nýju aðferð í vinnu sinni með fólk sem þjáðist af áfallaröskun.

Lesa Meira...



Að flysja laukinn

Tilgangur viðtalsmeðferðar er í stórum dráttum sá að auka meðvitund þína um sjálfan þig og þitt innra líf. Því meir sem þú ert meðvitaður um sjálfan þig, þeim mun betur ertu í stakk búinn til að skapa þér líf sem er innihalds- og tilgangsríkt um leið og þú verður hæfari til að taka ákvarðanir sem leiða til velsældar í lífi þínu almennt.

Lesa Meira...



Að velja sér meðferðaraðila

Að taka sér tíma í að velja sér meðferðaraðila getur skipt miklu máli og verið fyrirhafnarinnar virði. Góð meðferð getur umbreytt lífi þínu á marga vegu og skiptir þá val á meðferðaraðila höfuð máli. Ég ætla nú að taka fyrir nokkra þætti sem geta skipt máli þegar lagt er af stað því mikilvægt er að þú sem skjólstæðingur áttir þig á því að enginn tveir meðferðaraðilar eru eins og sumir geta hreinlega verið varasamir.

Lesa Meira...